Ljósmynd af Ernuland

#mínfegurð

Mín fegurð, á mínum forsendum

Sýn Dove er sú að sjálfstraust og sjálfsvirðing sé uppspretta fegurðar. Undanfarin 15 ár hefur Dove unnið að því um allan heim að leiða umræðu og kennslu hvað varðar meira sjálfstraust og bætt sjálfsmat. Við höfum miðlað fræðsluefni til yfir 60 milljón manns í 142 löndum og nú er komið að Íslandi.

Við ætlum að endurskilgreina hugtakið fegurð. Við ætlum að hætta að fylgja fyrirfram mótuðum fegurðarstöðlum samfélagsins og fögnum fjölbreytileikanum sem #mínfegurð skapar.

Ernuland hefur barist ötullega fyrir eflingu jákvæðrar líkamsímyndar og er frábær talskona átaksins #mínfegurð.

Við spurðum konur á Íslandi um líkamsímynd þeirra

Hvenær manstu fyrst eftir því að hafa byrjað að hafa áhyggjur af líkamsvexti þínum og útliti?

Kökugraf sem sýnir 54% (12 ára eða eldri) á móti 46% (11 ára eða yngri)
12 ára eða eldri
11 ára eða yngri

Tæplega helmingur kvenna byrjar að hafa áhyggjur af líkamsvexti og útliti fyrir 12 ára aldur.

Jákvæð líkamsímynd ungs fólks hefur mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsu, metnað til menntunar og viðhorf til sambanda við annað fólk.

#mínfegurð

Hversu ánægð eða óánægð ertu með líkama þinn?

Kökugraf sem sýnir 41% (óánægð) á móti 59% (ánægð)
Ánægð
Óánægð

41% kvenna eru óánægðar með líkama sinn.

„Okkur er ekki ætlað að vera eins. Hefðum við öll átt að vera eins þá hefðum við öll fæðst eins.“

#mínfegurð

Byrjaðu á því að elska sjálfa þig eins og þú ert. Það er upphafið að jákvæðri líkamsímynd.

#mínfegurð

Hversu mikil eða lítil áhrif hafa áhyggjur þínar af líkamsvexti og útliti á sjálfstraust þitt?

Kökugraf sem sýnir 33% (Lítil áhrif) á móti 67% (Mikil áhrif)
Lítil áhrif
Mikil áhrif

67% kvenna segja að áhyggjur af útliti hafi mikil áhrif á sjálfstraust.

Um 17% kvenna forðast að tjá sig í kennslustundum útaf neikvæðri líkamsímynd. Til samanburðar var hlutfallið 10% árið 2014.

Kennum börnunum okkar að fegurð er hugarástand. Ef við berum virðingu fyrir okkur sjálfum byggjum við upp sjálfstraust og þá skiptir álit annarra minna máli.

#mínfegurð

Hversu oft á þetta við um þig: „Ég hef áhyggjur af því hvað öðrum finnst um líkama minn.“

Kökugraf sem sýnir 25% (Aldrei eða sjaldan) á móti 75% (Stundum, oft eða alltaf)
Aldrei eða sjaldan
Stundum, oft eða alltaf

75% kvenna hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst um líkama þeirra.

Við erum fyrirmyndir barnanna í kringum okkur. Lærum að virða líkama okkar svo þau alist upp við jákvæðni í garð holdafars.

#mínfegurð

„Þegar þú áttar þig á því að það var aldrei neitt sem þú þurftir að breyta, heldur var það heimurinn sem þarf að breytast.“

#mínfegurð

Neikvæð líkamsímynd er stórt vandamál hjá konum.

Orð geta haft mikil áhrif á sjálfstraust okkar og stöðugt neikvætt tal um líkama okkar getur ýtt undir þá hugmynd að bara ein tegund líkamsvaxtar sé falleg. Ef við viljum að börnin okkar þroskist með jákvætt viðhorf til líkama síns verðum við að rjúfa þennan vítahring.

#mínfegurð

Líkamsímynd kvenna og stúlkna hefur versnað síðan 2014.

Hrósum fólki fyrir það sem það gerir og hvernig manneskjur það er fremur en að hrósa fyrir útlit þess.

#mínfegurð

Neikvæð líkamsímynd hefur áhrif á lífshamingju.

*Niðurstöður byggja á svörum 558 kvenna af öllu landinu á aldrinum 18-25 ára. Rannsókn og úrvinnsla gagna var unnin af Gallup í febrúar – mars, 2020 fyrir Dove á Íslandi.

Mín fegurð, á mínum forsendum.

#mínfegurð